- Advertisement -

„Ríkisstjórnin stendur ekki fyrir neitt“

- „Ekkert er handfast í málefnasamningi stjórnarinnar.“ Bjarni : „Auðvitað vildi ég sjá stjórn¬ina og stjórn¬ar¬flokk¬ana sækja í sig veðrið.“

Bjarni: „…að það sé engin ástæða til þess að leggja of mikið upp úr einstaka könnunum.“

„Íslenska rík­is­stjórn­in hef­ur setið í hálft ár og þegar misst allt álit þótt hún hafi ekki gert neitt sem öll­um al­menn­ingi mis­lík­ar. Hún stend­ur ekki fyr­ir neitt.“ Þetta eru óbreytt orð Davíðs Oddssonar, fyrrum forsætisráðherra, formanns Sjalfstæðisflokksins og nú ritstjóra Morgunblaðisns, sem hann viðhefur í leiðara sínum í dag.

Hann segir þar ennfremur: „ Mál­efna­samning­ur henn­ar hróp­ar það fram­an í fólk. Þar er ekk­ert hand­fast nema helst lang­ur kafli sem virðist und­ir­strika að nauðsyn­legt sé að fjölga inn­flytj­end­um. Sú nauðsyn var ekki orðuð í kosn­ing­un­um.“

Morgunblaðið leitar viðbragða vegna skoðanakönnunnar MMR, þar sem einkum var fréttnæmt smánarleg staða litlu stjórnarfokkanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Of snemmt, segir forsætisráðherra

Bjarni Benediktsson lætur sem hann hafi ekki miklar áhyggjur af stöðunni, en flokkur hans, Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi: „Það er ekki gott að segja hvað skýr­ir þessa út­komu sam­starfs­flokka okk­ar og kannski óvar­legt þegar svona stutt er liðið á kjör­tíma­bilið að vera að draga of mikl­ar álykt­an­ir af könn­un­um. Auðvitað vildi ég sjá stjórn­ina og stjórn­ar­flokk­ana sækja í sig veðrið og ég tel að við séum það skammt á veg kom­in á þessu kjör­tíma­bili að það sé eng­in ástæða til þess að leggja of mikið upp úr ein­staka könn­un­um,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son við Morgunblaðið.

Þorsteinn er jarðbundnari

Þorsteinn Víglundsson er jarðbundnari: „Auðvitað valda þess­ar niður­stöður von­brigðum, en það er auðvitað þannig að við erum að vinna að okk­ar stefnu­mál­um og verðum dæmd af þeim þegar upp er staðið.“

Formaður og varaformaður Viðreisnar hafa reynt á þolinmæði Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins með skrifum um upp­töku evru og jafnvel aðild Íslands að ESB. Morgunblaðið spyr Þorstein um áhrif þessa á fylgi Viðreisnar.

„Stór hluti at­vinnu­lífs­ins hef­ur áhyggj­ur af þess­um miklu geng­is­sveifl­um og háu vaxta­stigi hér á landi og við heyr­um mjög skýrt ákall um aðrar lausn­ir. Við höf­um talað fyr­ir ákveðinni leið, sem er myntráð, sem er fast­geng­is­stefna, en bygg­ist hins veg­ar á ís­lenskri krónu,“ sagði Þor­steinn.

Kemur ekki á óvart

Morgunblaðið talar einnig við tvo stjórnarandstæðinga, Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, og Þórunni Egilsdóttur, þingflokksformann Framsóknar.

Logi sagði: „Það kem­ur í sjálfu sér ekk­ert á óvart að Flokk­ur fólks­ins mæl­ist stærri en Björt framtíð og Viðreisn, vegna þess að þau eru auðvitað að súpa seyðið af því að hafa gengið allt of langt á for­send­um Sjálf­stæðis­flokks­ins í stjórn­ar­sam­starf­inu og gengið á bak orða sinna frá því í kosn­inga­bar­átt­unni.“

„Ég held að þessi niðurstaða hljóti að verða Viðreisn og Bjartri framtíð mikið um­hugs­un­ar­efni, að vera í þess­ari stöðu sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar,“ sagði Þórunn.

(Hér er stuðst við leiðaraskrif og fréttaskrif Morgunblaðsins í dag).

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: