- Advertisement -

Ríkisstjórnin sem gafst upp

Þannig er fyrirsögn greinar Kolbrúnar Bergórsdóttur, í Mogga morgundagsins. Kolla er beitt í greininni. Hér er valinn kafli úr greininni:

„Ríkisstjórnin hefur ekki staðið vaktina þegar kemur að hagsmunum fólksins í landinu. Ríkisstjórn sem lætur sér á sama standa þegar lífskjör almennings versna er ekki að sinna starfi sínu. Ráðherrunum hefur ekki einu sinni tekist að gera sér upp umhyggju í garð almennings. Þeim mun örugglega takast betur upp þegar líður að næstu kosningum og safna þarf atkvæðum fyrir þá sjálfa og flokkinn.

Það er leitt að svona skyldi fara. Nú tekur við biðin langa eftir kosningum. Þar er mikið í húfi fyrir stjórnarflokkanna sem munu sjá sér hag í því að demba sér í kosningabaráttu fyrr en seinna. Um leið er ekki víst að Samfylkingin þurfi að gera svo óskaplega mikið, annað en að raula einhver slagorð og lofa öllu fögru eins og er venja allra stjórnmálaflokka. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar vinna af miklu afli með þeim flokki. Svo liggur ósk kjósenda um breytingar í loftinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: