Fréttir

Þáverandi ríkisstjórn og kröfuhafarnir

By Miðjan

May 19, 2015

Stjórnmál Í minnisblaði ríkisstjórnar Íslands frá því í febrúar 2009, og Útvarp Saga hefur birt, koma fram áður óbirtar áætlanir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar segir: „Norræna velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J Sigfússonar sniðgekk neyðarlögin með því að leggja það til að ganga til samninga við ráðgjafafyrirtækið Hawkpoint með það að markmiði að vinna að samningsgerð milli nýju og gömlu bankanna undir stjórn fulltrúa íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Forsætisráðuneytinu sem sent var til ríkisstjórnarinnar en minnisblaðið er dagsett 19.febrúar 2009. Minnisblaðið sem Útvarp Saga hefur undir höndum var svo lagt fram á ríkisstjórnarfundi 3.mars sama ár.“

Sjá nánar hér.