- Advertisement -

Ríkisstjórnin kolfallinn

Gunnar Smári skrifar:

Könnun Prósent fyrir Fréttablaðið sýnir að ríkisstjórnin er kolfallin, fengi aðeins tæp 44% atkvæða og 29 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur þingmönnum og VG tveimur, umfram þá tvo sem týndust á kjörtímabilinu. Framsókn heldur sínu.

Sósíalistar fengju fimm þingmenn og eru sterkari en bæði Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sem berjast við að komast yfir 5% þröskuldinn. Að þessu sinni er Miðflokkurinn yfir línu en Flokkur fólksins er undir, eins og í flestum könnunum að undanförnu.

Viðreisn bætir við sig fjórum þingmönnum og Samfylking og Píratar sitthvorum. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn og Ábyrg framtíð mælast varla.

Ef við skiptum þingheim í blokkir þá er hægrið, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Viðreisn, með tæp 39%, vinstrið, Sósíalistaflokkur, VG og Samfylkingin, með tæp 32%, og miðjan, Framsókn, Píratar og Flokkur fólksins með tæp 29%.

Ef horft er til breytinga á kjörtímabilinu þá er þetta sveiflan frá kosningum:

Flokkar sem bæta við sig:

  • Sósíalistaflokkurinn: +7,7 prósentustig
  • Viðreisn: +4,9 prósentustig
  • Píratar: +2,3 prósentustig
  • Samfylkingin: +2,1 prósentustig
  • Framsókn: +1,9 prósentustig

Flokkar sem missa fylgi:

  • Flokkur fólksins: –2,2 prósentustig
  • Sjálfstæðisflokkur: –3,9 prósentustig
  • Miðflokkurinn: –5,0 prósentustig
  • Vg: –6,9 prósentustig

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: