- Advertisement -

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gefa útgerðarmönnum 91,5 milljarð króna

Gunnar Smári skrifar:

Ríkisstjórn Íslands.

Leiguverðmæti fiskveiðikvóta er þekkt og skráð. Meðalleiguverð á þorskkílói hefur verið 272,82 kr. það sem af er þessu ári. Leiguvirði 353 þúsund tonna þorskígilda allra aflaheimilda í ár er því um 96,3 milljarðar króna. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að gefa 95% afslátt af leigunni, gefa útgerðarmönnum 91,5 milljarð króna þetta árið (eins og svo mörg önnur), mest örfáum stórauðugum fjölskyldum. Það er stefna ríkisstjórnarinn að völd, fjármunir og eignir almennings séu betur komnar í höndum örfárra auðmanna; hún er keyrð áfram af þeirri trú að hin fáu ríku skuli eiga samfélagið og allt sem í því er. Þið hin eigið að þjóna hinum ríku. Ef þið viljið viðhalda því ástandi skulið þið kjósa fólkið á myndinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: