Stjórnmál Lárus Þór Guðmundsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, og núverandi markaðsstjóri, skrifar grein í Moggan dagsins. Þar segir meðal annars:
„Máttleysi ríkisstjórnarinnar á öllum sviðum er svo sláandi að mann rekur í rogastans. Sama hvar borið er niður, frammistaðan er fyrir neðan allar hellur og sundurlyndið algert. Ekki einu sinni dómsmálaráðherra nær að fylgja eftir landslögum. Ríkisstjórnin hangir saman á lyginni einni saman. Ríkisstjórnin sem og margir alþingismenn muna ekki lengur hverjum þeir þjóna, eru hreinlega með allt niður um sig, hanga saman vegna eiginhagsmuna flokkanna sem ríkisstjórnina mynda og óttans við afhroð í kosningum.“