Í ljós kom á Alþingi, fyrir augnabliki, að ríkisstjórnin gleymdi að gera ráð fyrir þeim 350 milljónum sem sagðir eiga að fara til fjölmiðla.
Það var Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu sem benti á þetta. Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki og formaður fjárlaganefndar þingsins, játaði að mistök hafi verið gerð. Hann sagðist gera ráð fyrir að Alþingi bjargi yfirsjón ríkisstjórnarinnar.