Stjórnmál

Ríkisstjórnin geymir fólk á atvinnuleysisbótum fyrir ferðaþjónustuna

By Miðjan

August 01, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Ólafur Margeirsson bendir hér á hversu atvinnuleysið er enn mikið og langtum hærra en fyrir cóvid. Ráðherrarnir hafa látið sem það sé að hverfa, að allt sé nú að fara á fullan skrið, en það er óralangt frá því sem satt er. Hvað á að gera við hin atvinnulausu? Það hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar að geyma þau á atvinnuleysisbótum þar til og ef ferðaþjónustufyrirtæki þurfa á fólki að halda. Þetta er stórhættuleg stefna. Sósíalistar munu bráðlega kynna sínar tillögur. Þá mun umræðan fara á skrið.