- Advertisement -

Ríkisstjórnin, fólkið og peningarnir

Katrín Jakobsdóttir: „Þegar við kusum í þingkosningum fyrir tveimur árum fann ég eins og líklega allir aðrir sem buðu sig fram sterkt fyrir því að fólk vildi tala um okkar sameiginlegu verðmæti og nauðsyn þess að við bæði pössuðum upp á og efldum það sem við höfum byggt upp og kemur við sögu í lífum okkar á hverjum degi; spítalana, skólana, vegina. Ég var á þeirri skoðun þá og líka þegar við kusum ári síðar að það yrði að gefa í og auka framlög til þess að styrkja samfélagslega innviði aftur verulega. Ég talaði á þeim tíma um að það þyrfti að auka framlögin um 40-50 milljarða á kjörtímabilinu.“

Forsætisráðherra segir einnig:

„Það skiptir þess vegna máli að nú hefur ríkisstjórnin aukið framlög í fjölbreytt og mikilvæg málefni um 90 milljarða í tvennum fjárlögum. Við höfum aukið framlögin tvöfalt meira á tveimur árum en ég ræddi fyrir kosningar að þyrfti að gera á fjórum árum. Þetta er árangur sem skiptir máli.“

Þá er spurt, er þetta hægt vegna afreka ríkisstjórnarinnar? Eða er hún bara heppin að vera við völd þegar peningarnir streyma inn, burt séð frá hvaða fólk sitji í stjórnarráðinu?

Þegar þannig árar verður ríkisstjórnin fer með peningana, hvernig þeim er skipt á milli þjóðarinnar. Þar er staða ríkisstjórnar Katrínar og Bjarna ekki sterk. Enda segir Katrín:

„Við getum þetta af því að aðstæður hafa verið góðar í efnahagslífinu undanfarin ár.“

Hún bætir við: „Og við gerum þetta af því að það skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Það skiptir máli fyrir þá 2200 einstaklinga sem fá barnabætur á næsta ári af því að við hækkum þær um 16%, sem hefðu annars ekki fengið þær. Það skiptir líka máli fyrir alla hina sem fá hærri barnabætur á næsta ári.“

Síðan teflir Katrín á tæpasta vað: „Það skiptir máli að geta endurskoðað almannatryggingakerfið, bætt kjör öryrkja og stutt þá til samfélagsþátttöku; að geta gert fólki það ódýrara að sækja sér læknisþjónustu; að löggæslan hafi verið efld til að geta sinnt rannsókn kynferðisbrota af þeim krafti sem við viljum.“

Hvað varðar öryrkjana er ljóst að Bjarni hefur þar neitunarvald sem kemur í veg fyrir afnám krónu á móti krónu skerðingarinnar. Eins notar hún orðalagið, „stutt þá til samfélagsþátttöku“ um starfsgetumatið sem öryrkjar vilja ekki sjá, en Bjarni þráir að komist í gegn.

Tilvitnanir í forsætisráðherra eru fengnar á Facbooksíðu Katrínar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: