- Advertisement -

Ríkisstjórnin fékk góðan arf

Steingrímur J. Sigfússon gerði að umtalsefni, á Alþingi, að núverandi ríkisstjórn, hafi skipað sex ráðherranefndir, tvær sérstakar ráðgjafanefndir auk annarra nefnda, en enga um atvinnumál.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra taldi upp það sem ríkisstjórnin er að gera í atvinnumálum.

Í umræðunni sagði Steingrímur meðal annars: „Ríkisstjórnin fékk í arf mun kraftmeiri bata í hagkerfinu en menn höfðu áttað sig á,“ sagði hann og nefndi hagvöxt í þrjú ár, 2011, 2012 og 2013. Og sagði að það jákvæða sem sé hægt að nefna hafi ekki byrjað á miðju ári 2013, þegar ný ríkisstjórn tók við.

Forsætisráðherra var ekki sammála um að batinn sé verk fyrri ríkisstjórnar og sagði til dæmis þetta:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar stefna núverandi ríkisstjórnar var hafin að hafa áhrif og menn höfðu öðlast töluverða og réttmæta trú á framtíðaruppbyggingu atvinnumála og efnahagslífsins, þá tók hagvöxtur rækilega við sér og aðrir efnahagslegir mælikvarðar hafa síðan verið að færast í rétta átt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

 

Átján þúsund og fimm hundruð

Á síðustu fjórum vikum lásu 18.500 Miðjuna.

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: