Davíð Oddsson veitir ríkisstjórn Íslands ráð í baráttunni við Kórónuveiruna. Fyrirmynd Davíðs er Donald Trump:
„Frá leikmanni horft hlýtur þó niðurstaðan að vera sú að gera verði allt sem í valdi okkar stendur til að einangra veiruna frá okkur eða okkur frá henni. Ríkisstjórnin verður að sjást. Hún verður að taka forystuna, rétt eins og forseti og varaforseti Bandaríkjanna hafa gert. Hinn almenni fróðleikur, sem ekki hefur verið dreginn í efa, segir okkur að fái veiran ekki framhaldslíf með því að berast frá manni til annars þorni hún upp og verði úr sögunni. Okkur ber öllum skylda til að gera allt til þess að beina henni úr núinu og yfir í söguna. En það má engan tíma missa.
Og það má enginn skera sig úr leik. Síst þeir sem sýna eiga forystu. Allra síst þeir.“
(Lok Reykjavikurbréfs morgundagsins).