Fréttir

Ríkisstjórnin eykur verðbólguna

By Miðjan

October 08, 2022

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í Fréttablaðinu:

„Ekki nóg með það,“ segir Breki, „þessi hækkun nú eykur verðbólguna á næsta ári og veldur því enn frekari hækkun þessara gjalda við fjárlagagerð fyrir 2024 og framvegis verði þessi nálgun til frambúðar. Þetta er endalaust, eins og hundur sem eltir skottið á sér.“

„Fjárlaganefnd hlýtur að hafa áhuga á að heyra sjónarmið neytenda í þessum efnum. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin skuli grípa til aðgerða sem beinlínis valda verðbólgu á sama tíma og Seðlabankinn hefur keyrt hér upp vexti til að reyna að ná tökum á verðbólgunni,“ segir Breki.

Komenntakerfi opið hér að neðan.