- Advertisement -

Ríkisstjórnin er því ekki bara siðlaus í aðgerðum sínum heldur líka heimsk

Þeir peningar eru farnir, öllu þessu afli var eytt til að styrkja stöðu þeirra sem ekki urðu fyrir áfalli.

Gunnar Smári skrifar:

Viðbrögð við kreppu er að prenta peninga til að fylla upp í gatið sem kreppan skilur eftir. En hvert eiga peningarnir að fara? Einn seðlabankastjóri í Bandaríkjunum sagði að aðgerðin ætti helst að vera eins og peningunum væri dreift úr þyrlu, dreift um samfélagið. Þessi líking var notuð til að draga fram mistök ríkisstjórnar Obama, að hann hafi talað um réttlæti fyrir kosningar en síðan flogið með þyrluna yfir Wall Street og sturtað peningum yfir auðfólkið sem studdi framboð hans með fjárframlögum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En gagnrýni hennar á gagnsleysi aðgerða ríkisstjórnarinnar er eftir sem áður hárrétt.

Í þessu viðtali lýsir Kristrún Frostadóttir aðgerðum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, þar sem Bjarni Benediktsson er efnahagsmálaráðherra, sem svo að þyrlunni hafi verið flogið yfir best stæðu heimilunum og þeim fyrirtækjum sem urðu fyrir minnstu áfalli og um 300 milljörðum sturtað út. Þeir peningar eru farnir, öllu þessu afli var eytt til að styrkja stöðu þeirra sem ekki urðu fyrir áfalli, á meðan að sáralítil aðstoð hefur farið til þeirra sem þurfa á hjálp að halda.

Og það er ekki aðeins siðferðislega rangt, að kasta björgunarhringnum til fólksins á ströndinni á meðan fólkið í sjónum er að drukkna, heldur er það ákaflega heimskuleg efnahagsaðgerð. Hin betur settu nota aukin fjárráð til að skrúfa upp eignaverð eða setja féð undir koddann á meðan hin lakar settu eyða fénu strax í neyslu og örva með því efnahagslífið. Ríkisstjórnin er því ekki bara siðlaus í aðgerðum sínum heldur líka heimsk.

Kristrún leggur áherslu á verr stæðum fyrirtækjum sé hjálpað. Það er skiljanlegt, hún er hagfræðingur banka sem er líklega með þau útlán sem eru áhættusömust og líklegust til að falla fyrst. Hún vill að peningar séu prentaðir til að hjálpa þessum fyrirtækjum til að standa við skuldbindingar sínar, þar með að borga af bankalánum sínum. En gagnrýni hennar á gagnsleysi aðgerða ríkisstjórnarinnar er eftir sem áður hárrétt.

Því miður er ríkisstjórnin, undir efnahagsstjórn Bjarna Benediktssonar, á þeim slóðum, hinum heimsku og siðlausu.

Byggt á þessari gagnrýni væru réttar aðgerðir ríkisstjórnarinnar að hækka atvinnuleysisbætur, örorkubætur, eftirlaun og lægstu laun, senda námsfólki, atvinnulausum, öryrkjum og öldruðum vænan jólabónus, fella niður leigu í desember hjá fólki á leigumarkaði; eitthvað sem styrkir kaupmátt þeirra sem minnst hafa svo þau geti haft það betra og örvað efnahagslífið með eyðslu sinni.

Það er ekki bara hin siðlega leið heldur hin skynsama leið. Það siðlega er rétt og skynsamt. Það er bæði siðlegt og skynsamt að sinna fyrst þeim sem standa verst og búa við mest óréttlæti. Það er bæði siðlaust og heimskt að styrkja þau sem síst af öllum þurfa á aðstoð að halda. Því miður er ríkisstjórnin, undir efnahagsstjórn Bjarna Benediktssonar, á þeim slóðum, hinum heimsku og siðlausu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: