Úlfar Hauksson skrifaði:
Stórhvelamálið vindur upp á sig. Örgreinum þetta aðeins:
- 1. Afar ólíklegt verður að teljast að Svandís hefði gripið inn í með þessum hætti á þessum tímapunkti ef allt væri eðlilegt á stjórnarheimilinu. Hún hefði vísað í meðalhóf stjórnsýslulaga og vertíðin hefði hafist þrátt fyrir skýrsluna sem Svandís byggir ákvörðun sína á… vitandi að hvalveiðum er sjálfhætt eftir þessa vertíð.
- 2. Ákvörðun Svandísar er auðvitað umdeild… en í hvert skiptið sem Kristján Loftsson opnar munninn lítur ákvörðunin betur út. Kristján er einfaldlega frekur sérhagsmunapúngur
- 3. Ríkisstjórnin er í raun fallin en hangir að forminu til í hræðslubandalagi. Ólíklegt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi kjark til að slíta stjórninni formlega og gera það varla nema tryggja sér stuðning Miðflokks og FF til áframhaldandi setu út kjörtímabilið….
- 4. Katrín Jak er með þingrofsréttinn og gæti rofið þing.
- 5. Líklega mun almenningur sitja uppi með óhæfa ríkisstjórn það sem eftir lifir kjörtímabils…