- Advertisement -

Ríkisstjórnin er eintóm vonbrigði

Katrín Jakobsdóttir svaraði að bragði og sagði mikla uppbyggingu vera framundan.

Ágúst Ólafur Ágústsson er ekki sáttur, í ræðustól Alþingis rétt í þessu, sagði hann: „Það er alveg ljóst að verkalýðshreyfingin sér ekki samherja í forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hefur augljóslega ekki heyrt þau heróp sem áttu sér stað hér á Ingólfstorgi. Þessi ríkisstjórn, herra forseti, er eintóm vonbrigði hvort sem litið er til vaxtabóta, barnabóta, húsnæðismála, ljósmæðra, hvalveiða o.s.frv. Og núna dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra.“

Katrín Jakpobsdóttir, forsætisráðherra, sagði: „Mér þykir það mjög leitt ef háttvirtur þingmaður er svona vonsvikinn og ég mæli með því að hann vinni eitthvað í því máli. Ég get alveg bent honum á að það eru gríðarlegar umbætur í fjármálaáætlun. Það þýðir ekki að koma hér upp og segja: Þetta eru tón vonbrigði.  Auðvitað svarar fjármálaáætlunin ekkert öllum spurningum. Það er gríðarleg uppbygging fram undan í heilbrigðismálum, uppbygging fram undan í samgöngumálum, uppbygging fram undan í menntamálum, en hins vegar er ekki öllum spurningum svarað. Hv. þingmaður getur verið hér alveg óskaplega hlessa yfir því. En ég vil bara segja það að ég hef mikla trú á því að við vinnum hlutina vel.“

Þar sem Ágúst Ólafur kom að samtali forsætisráðherra og forystu launamanna, sem han sagði litli skila, svaraði Katrín:

„Hvað hefur komið út úr þessu samtali sem hv. þingmaður gerir lítið úr milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins? Það komu til dæmis aðgerðir. Þær voru engin skiptimynt í kjarasamningum. Þær birtust í yfirlýsingu í kringum gerð kjarasamninga í vor. Þær voru ekki háðar því hvernig sú afgreiðsla yrði því að þær urðu til þess að atvinnuleysisbætur hækkuðu hér í gær upp í 90% af vinnutryggingu, þær urðu til þess að greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkuðu hér í gær og tóku þar með eðlilegum breytingum sem ekki hafði verið gert lengi. Þær urðu til þess að við ákváðum að fara í þetta samtal við heildarsamtök launafólks um hvernig við ætlum að breyta tekjuskattskerfinu til hagsbóta fyrir tekjulægri og lægri millitekjuhópa. Ég held að háttvirtur þingmaður þurfi ekkert að vera sérstaklega vonsvikinn með þetta.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: