Þar sýnd þríeyki ríkisstjórnarinnar,
KJ, BB og SIJ, sitt rétta andlit.
Allar tillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. Hver og ein og einasta. Stjórnarandstaðan bauð fram krafta sína þegar Alþingi vann að neyðaráætlunum vegna Covid19. Stjórnarandstaðan, eins ólík og hún er, náði saman og lögðu til eitt og annað. Öllu var hafnað. Ekki einn einast stafkrókur náði eyrum Bjarna og Katrínar. Já, og Sigurðar Inga.
Ríkisstjórnin og þingfólk hennar sögðu eitt svart nei við öllu sem þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna sögðu. Birgir Þórarinsson Miðflokki rifjar þetta upp i Moggagrein í dag.
„Í vinnu fjárlaganefndar Alþingis lagði Miðflokkurinn ríka áherslu á að starfsfólki í umönnun og veitingu heilbrigðisþjónustu til Covid-19-smitaðra einstaklinga yrði greidd sérstök álagsgreiðsla fyrir mikilvægt og áhættusamt starf. Meirihluti nefndarinnar sýndi því lítinn áhuga. Miðflokkurinn brá þá á það ráð að flytja breytingartillögu við fjáraukalagafrumvarpið ásamt stjórnarandstöðuflokkunum um sérstaka álagsgreiðslu. Tillagan var felld af ríkisstjórnarflokkunum, Vinstri-grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn.“
Þar sýnd þríeyki ríkisstjórnarinnar, KJ, BB og SIJ, sitt rétta andlit.
„Því miður virðist ríkisstjórnin hafa takmarkaðan skilning á mikilvægi þess að umbuna okkar lykilstarfsfólki í heilbrigðisþjónustu á hættutímum, þegar álag í störfum þess er gríðarlegt. Þekkt er að laun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum voru lækkuð um mánaðamótin. Sú lítilsvirðing sem þar var sýnd mikilvægum starfsstéttum sem leggja sig daglega í hættu olli hörðum viðbrögðum stjórnarandstöðunnar á Alþingi og í samfélaginu. Var ríkisstjórnin gerð afturreka með málið.“
Hér er þessu öfugt farið en í hinum Norðurlöndunum. Þar er fólkinu umbunað. Ekki hér. Einkum vegna þess að stjórnarandstaðan lagði það til.