- Advertisement -

Ríkisstjórnin ekki gagnrýnd vegna verka hennar

„En mín reynsla er sú að það að vinna með þeim sem eru manni ósam­mála geri mann stærri.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifar grein í Tímamót Moggans, sem komu út í morgun. Þar segir hún meðal annars:

„Ein helsta gagn­rýni sem höfð hef­ur verið uppi á þá rík­is­stjórn sem nú sit­ur hef­ur ekki snú­ist um verk henn­ar held­ur að hún hafi yf­ir­leitt verið mynduð og að ólík­ir flokk­ar hafi náð sam­an um stjórn lands­ins. En mín reynsla er sú að það að vinna með þeim sem eru manni ósam­mála geri mann stærri. Stjórn­mála­menn með sundr­andi orðræðu sem miðar að því að skipa fólki í hópa og hengja á þá já­kvæða og nei­kvæða merkimiða allt eft­ir því hvað þjón­ar þeirra hags­mun­um eru stjórn­mála­menn sem vilja byggja múra. Mark­mið þeirra er gjarn­an að sundra og grafa und­an þeim lýðræðis­legu gild­um sem hafa tryggt stór­stíg­ar fram­far­ir í mann­rétt­inda­mál­um, hag­sæld og ör­yggi. Sjald­an hef­ur það því verið mik­il­væg­ara að sýna fram á að það er hægt að taka til­lit til ólíkra sjón­ar­miða, miðla mál­um og vinna sam­hent að sam­eig­in­leg­um mark­miðum, þvert á flokka, sam­fé­lag­inu öllu til heilla. Þannig tryggj­um við sam­fé­lag fyr­ir okk­ur öll.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vegna bilana er þetta þriðja tilraunin til að birta fréttina. Einhverra hluta vegna hefur fréttin ekki „tollað“ inni. Vonandi er þetta síðasta tilraunin.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: