„En mín reynsla er sú að það að vinna með þeim sem eru manni ósammála geri mann stærri.“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifar grein í Tímamót Moggans, sem komu út í morgun. Þar segir hún meðal annars:
„Ein helsta gagnrýni sem höfð hefur verið uppi á þá ríkisstjórn sem nú situr hefur ekki snúist um verk hennar heldur að hún hafi yfirleitt verið mynduð og að ólíkir flokkar hafi náð saman um stjórn landsins. En mín reynsla er sú að það að vinna með þeim sem eru manni ósammála geri mann stærri. Stjórnmálamenn með sundrandi orðræðu sem miðar að því að skipa fólki í hópa og hengja á þá jákvæða og neikvæða merkimiða allt eftir því hvað þjónar þeirra hagsmunum eru stjórnmálamenn sem vilja byggja múra. Markmið þeirra er gjarnan að sundra og grafa undan þeim lýðræðislegu gildum sem hafa tryggt stórstígar framfarir í mannréttindamálum, hagsæld og öryggi. Sjaldan hefur það því verið mikilvægara að sýna fram á að það er hægt að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum, þvert á flokka, samfélaginu öllu til heilla. Þannig tryggjum við samfélag fyrir okkur öll.“
Vegna bilana er þetta þriðja tilraunin til að birta fréttina. Einhverra hluta vegna hefur fréttin ekki „tollað“ inni. Vonandi er þetta síðasta tilraunin.