- Advertisement -

Ríkisstjórnin dregur lappirnar í skattamálunum

Hafa áhyggjur af nýjum dómsmálum.

Óþreyju gætir meðal launafólks vegna seinagangs ríkisstjórnarinnar með útfærslu á lofuðum skattabreytingum, í tengslum við kjarasamningana.

„Þar eigum við enn eftir að sjá útfærslu á lofuðum skattabreytingum enda bíða félagsmenn okkar með óþreyju eftir þeim. Hvað líður öðrum atriðum yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar líður mér ágætlega með það verklag sem var kynnt og gott samráð er við okkur á öllum stigum.,“ skrifar Drífa Snædal, forseti ASÍ, í vikulegum helgarpistli sínum.

„Þá höfum við miklar áhyggjur af nokkrum nýföllnum dómum sem virðast gefa það til kynna að ef vinnandi fólk gerir ekki kröfur strax um leiðréttingu launa þá fellur krafan á tómlæti. Þetta gæti breytt starfi stéttarfélaga ef þarf að fara í dómsmál strax út af öllum kröfum í stað þess að leita sátta eins og verklagði hefur verið hingað til eða ef verið er að skerða möguleika fólks til að leita réttlætis eftir starfslok. Málið er enn til umfjöllunar og vinnslu á nokkrum vígstöðvum en við munum ekki sætta okkur við að möguleikar vinnandi fólks til að fá sanngjörn kjör séu skertir,“ segir einnig í pistli Drífu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: