- Advertisement -

Ríkisstjórnin, Covid og leyndin

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir í fréttaviðtali, í Mogga dagsins, að ríkisstjórnin  verði að sýna á spilin varðandi viðbrögð vegna Covid.

Í frétt Moggans segir: „Hvorki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra né Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gáfu Morgunblaðinu kost á viðtali í gær.“ Kannski er þetta dæmigert. Að ráðherrar tali bara þegar þeim hentar.

„Það verður hér mikið atvinnuleysi og órói í haust. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að svara því? Ekki bara að vera með viðbrögð, heldur að hún sýni spilin. Það er svo nauðsynlegt til að halda áfram samstöðunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Áslaug Arna: Slagurinn er ekki búinn og við þurfum að standa nokkrar lotur í viðbót.
Skjáskot: RÚV.

Ég vil ekki sjá að atvinnuvegir séu að takast á, listamenn, íþróttamenn, ferðaþjónustan. Þessar deilur eru afleiðing þess að fólk skilur ekki hvað ríkisstjórnin er að gera, því ríkisstjórnin er ekki að gera neitt,“ sagði Þorgerður Katrín.

Í sama blaði skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir grein og segir:

„Sem fyrr segir vitum við ekki hvernig veiran mun þróast né hvort og þá hvenær við finnum lækningu við henni. Það sem við vitum þó er að við þurfum áfram að þétta raðirnar í baráttunni. Stjórnmálamenn, sérfræðingar og almenningur þurfa að finna leið til að láta lífið halda áfram, halda hagkerfinu gangandi, sjá til þess að börn komist í skóla og þannig mætti áfram telja. Allt skiptir þetta máli.

Við þurfum að standa saman. Slagurinn er ekki búinn og við þurfum að standa nokkrar lotur í viðbót.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: