- Advertisement -

Ríkisstjórnin áhugasöm um lægri bankaskatta

Það er ljóst að ríkisstjórninni er sérstaklega umhugað um að lækka álögur á banka og fjármálafyrirtæki.

„Í hvítbókinni er fjallað um sértæka skatta og opinber gjöld á fjármálafyrirtæki. Nokkuð er hamrað á því að bankaskatturinn sé mikið óhagræði,“ sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki í umræðu um hvítbók Bjarna Benediktssonar.

„Það er reyndar minnst á fleiri gjöld, m.a. eftirlitsgjald til Fjármálaeftirlitsins, en þess ekki getið að gjaldið lækkaði nú um áramótin þegar gerð var breyting á lögum í tengslum við fjárlög ríkisstjórnarinnar. Það er alveg ljóst að ríkisstjórninni er sérstaklega umhugað um að lækka álögur á banka og fjármálafyrirtæki. Það er að sjálfsögðu mjög sérstakt í ljósi þess að Vinstri grænir fara með forsæti í þessari ríkisstjórn,“ bætti Birgir við.

Birgir Þórarinsson er ekki ýkja hrifinn af hvítbók Bjarna. „Bókin er að mínu mati frekar samantekt af alls konar hugmyndum en einhver sýn,“ sagði hann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Birgir: „Síðan er á bls. 168 sagt að lækkun sértækra skatta á bankakerfið sé skýrasta tækifæri ríkisins til að draga úr vaxtamun. Það er að sjálfsögðu auðvelt að kenna öðrum um þann háa vaxtamun sem við búum við á Íslandi, allt sé þetta ríkisvaldinu að kenna vegna þess að það skattleggur bankanna svo mikið.“

Birgir benti á annað: „En hvað þá með atvinnulífið sem hefur búið við hátt tryggingargjald frá hruni? Þrátt fyrir það er atvinnustigið hátt. Ég tel hins vegar brýnt að tryggingargjaldið lækki enn frekar og flutti Miðflokkurinn m.a. breytingartillögu þess efnis við fjárlög, sem var því miður felld af ríkisstjórninni. Fullyrt er að skattar á bankakerfið eigi þátt í háum kostnaði til neytenda. Mér finnst vanta frekari rök fyrir þeim staðhæfingum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: