- Advertisement -

Ríkisstjórnin á Íslandsmetið í útgjöldum

„Þetta snýst allt um umbúðir, sýndarmennsku, ekkert um innihaldið, hvað þá raunverulegar aðgerðir til að takast á við vandann.“

Sigmundur Davíð.

„Ríkisstjórnin hefur ítrekað sett met í útgjaldaaukningu. Engin ríkisstjórn hefur eytt eins miklum peningum og þessi, engin hefur aukið útgjöldin eins mikið og þessi, hvort sem litið er til krónutölu eða hlutfallslegrar hækkunar, og engin ríkisstjórn hefur verið eins svartsýn á eigin getu til að ná stjórn á efnahagsmálunum, ná stjórn á útgjöldum ríkissjóðs,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi.

„Hér ríkir stjórnleysi á öllum sviðum og ekki hvað síst á sviði efnahagsmála en stjórnleysi á öðrum sviðum hefur auðvitað áhrif á efnahagsmálin líka. Þegar þessi ríkisstjórn tók til starfa var sérstaklega tilkynnt um að þetta væri ekki ríkisstjórn um stór pólitísk mál, þetta væri ríkisstjórn um stöðugleika og breiða pólitíska skírskotun. Þessi síðastliðin ár núverandi ríkisstjórnar eru óstöðugasti stöðugleiki sem ég hef nokkurn tímann kynnst en hún náði þó breiðri pólitískri skírskotun því að mér sýnist og heyrist meira og minna allir vera búnir að átta sig á því að það gangi ekki lengur, þetta stjórnleysi þessarar ríkisstjórnar á öllum sviðum.“

Á öðrum stað í ræðunni sagði Sigmundur Davíð: „En áfram er peningum dælt í eitthvað sem ríkisstjórninni tekst ekki einu sinni að útskýra hvað er. Afleiðingarnar sjáum við í verðbólgunni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„…til að fela innihaldið.“

Svo þetta: „Þetta snýst allt um umbúðir, sýndarmennsku, ekkert um innihaldið, hvað þá raunverulegar aðgerðir til að takast á við vandann. Og á sama tíma og metfjöldi hælisleitenda heldur áfram að koma til Íslands, að því marki að þeir urðu fleiri sem komu hingað heldur en til Danmerkur að sækja um hæli, og ekki bara hlutfallslega heldur fleiri einstaklingar, þá sýnir ríkisstjórnin engin viðbrögð önnur en þau að reyna eftir fremsta megni að takast á við orðinn hlut með því, verandi búin að ryksuga upp leigumarkaðinn, að leggja nú fram frumvarp um að atvinnuhúsnæði, skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði, megi breyta í einhvers konar flóttamannabúðir eða skjólgarða eins og þau vilja víst kalla það. Dæmigert fyrir þessa ríkisstjórn að gefa hlutunum nýtt nafn til að fela innihaldið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: