- Advertisement -

Ríkisstjórnin á flótta frá eigin ákvörðun

Hörður Ægisson.
Mynd: Hringbraut.

Hörður Ægisson skrifar leiðara Fréttablaðsins í dag. Hörður gagnrýnir ríkisstjórn harkalega.

„Breytt var um kúrs um miðjan síðasta mánuð, á æsingafundi ríkisstjórnarinnar, með því að skella landinu í lás. Margir spyrja sig nú – réttilega – hvert sé markmiðið. Enginn hefur í raun hugmynd um það,“ segir í leiðara Harðar. Leiðarinn endar svona:

„Með því að loka í reynd landamærunum, eitt Evrópuríkja, hefur ríkisstjórnin hins vegar framlengt og aukið á þá óvissu sem var fyrir í samfélaginu. Líkja má þeirri ákvörðun við það ef seðlabankastjóri hefði, afar óvænt og á skjön við fyrri yfirlýsingar, tilkynnt um hækkun vaxta. Slík ákvörðun hefði verið óskiljanleg. Við þessar aðstæður, þar sem traust á ákvörðunartöku stjórnvalda fer þverrandi, verður fjárfesting í atvinnulífinu hverfandi og fyrirtæki munu ekki ráða til sín fólk í vinnu. Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hljóta að vita að það voru mistök að grípa til svo harðra aðgerða. Þeir standa nú frammi fyrir því, hafi þeir áhuga á stýra landinu, að finna útgönguleið úr þessum vanda. Það verður ekki auðvelt og tíminn vinnur ekki með þeim.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: