- Advertisement -

Ríkisstjórnarsamstarfið VG ofviða

Vinstri græn virðast á barmi klofnings. Vantrauststillagan á hendur Sigríði Á. Andersen ætlar engin áhrif að hafa á dómsmálaráðherra en hún er langt komin með að kljúfa VG.

Rósa Björk og Andrés Ingi treystu ekki Sigríði til áframhaldandi verka í dómsmálaráðuneytinu. Öfugt við aðra þingmenn VG. Þetta hefur haft mikil eftirköst.

„Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa.“ Þetta segir þingflokksformaðurinn, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í Fréttablaði dagsins.

Bjarky Olsen gekk of langt, að eigin sögn þegar hún kallaði inn varamann fyrir Rósu Björk án þess svo mikið að spyrja þingmanninn áður.

„Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ segir Bjarkey í Fréttablaðinu „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“

„Það er undir hverjum og einum þingmanni komið að kalla inn varaþingmann eða ekki. Ég ákvað að kalla ekki inn varaþingmann í þetta sinn þar sem nefndarvika er í þinginu og ekki nein risavaxin mál í mínum nefndum,“ segir Rósa Björk við Fréttablaðið.

Af þessu er augljóst að VG logar stafnanna á milli. Þó Rósa Björk og Andrés Ingi efist ein þingmanna VG um ágæti dómsmálaráðherra er trúlegt að það geri margir flokksfélagar þeirra, utan þingsins. Vantrauststillagan hefur því stórskaðað VG og ríkisstjórnina.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: