Stjórnmál

Ríkisstjórn um ráðherrastóla

By Miðjan

January 20, 2020

„Þetta var aldrei ríkisstjórn um neina pólitíska framtíðarsýn. Hún stærði sig af því þegar hún tók við að hún væri ekki ríkisstjórn um tiltekin pólitísk áhersluefni heldur ætlaði að mynda breiða skírskotun, sem þau kölluðu svo. Það snerist í rauninni bara um að ná nógu mörgum þingmönnum með sér til að geta skipt á milli sín ráðherrastólum. Þessir ráðherrastólar eru þessari ríkisstjórn mjög kærir svoleiðis að ég efast um að það verði auðvelt fyrir þau að standa upp úr þeim ótilneydd,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í dag.