- Advertisement -

Ríkisstjórn ríka fólksins

Alþingi vill aflétta greiðslum af útgerð en gengið er hart fram gegn lífeyrisþegum.

Óli Stefáns Runólfsson, ellilífeyrisþegi og rennismiður, skrifar fínustu grein sem Mogginn birtir í dag. Ljóst er að greinin var skrifuð áður en alþingi náði „sátt“ um veiðigjaldamálið. Grein Óla er ekki verri fyrir það.

„Hátt lætur nú á alþingi Íslendinga að lækka veiðigjöld sjávar- útvegsfyrirtækja. Gjaldið er ekki vegna þessa árs, heldur frá veið- um árum áður. Það ár var afkoman betri. Útgerðarmenn hefðu þá átt að leggja fjármagn til hliðar til greiðslu gjalda nú. Í stað þess greiddu sumir sér arð eins og komið hefur fram á undanförnum mánuðum.

Í nýútkominni skattskrá kemur fram að margir útgerðarmenn eru með hæstu skattgreiðendum svo afkoman virðist ekki hafa verið slæm. Það er því nokkur þversögn í þessum málum. Á sama tíma fá sumir aldraðir endurreikning frá Tryggingastofnun ríkisins þar sem þeim er gert að endurgreiða vegna ofgreiðslu á því ári. Þar er ekkert gefið eftir. Þeir skulu greiða, þó smátt hafi verið skammtað í launum til þeirra miðað við hátekjuaðalinn. Þeim er líka meinað að rétta hag sinn með vinnu, sem hefðu til þess vilja og getu, vegna skerðingarákvarðana stjórnvalda. Þeir sem gætu unnið, vilja fá að vinna og taka þátt í þjóð- félaginu eins og aðrir. Það væri öllum til góðs að afnema þessar skerðingar.

Það er hrópandi mismunun milli þeirra sem fá greiðslu frá Tryggingastofnun og þeirra, sem hafa það há eftirlaun að þeir fá ekki greitt frá Tryggingastofnun. Þeir gætu unnið án skerðingar. Mannvonskan, sérhagsmunagæslan og yfirgangurinn er svo yfirþyrmandi að furðu gegnir. Við þurfum ríkisstjórn sem er allra landsmanna, en ekki bara þeirra ríku.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: