Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Íslands? Það er bókstaflega lífsnauðsyn að koma þessu fólki frá.
Vilhelm G. Kristinsson skrifar:
Með afstöðu forsætisráðherra til staðfestra brota fjármálaráðherra á sóttvarnarreglum, sem ríkisstjórnin setti sjálf, er forsætisráðherra í raun að segja að reglurnar séu „bara í plati“, og þeim þurfi ekki að hlýta.
Þar með tekur forsætisráðherra undir málflutning þeirra samflokksmanna fjármálaráðherra sem enga þörf telja á að vernda líf og heilsu landsmanna fyrir veirunni, sem þegar hefur lagt milljónir manna í gröfina á heimsvísu og valdið varanlegu heilsutjóni hjá mun fleirum. Nema að það sé skoðun forsætisráðherra að reglurnar eigi einungis að gilda um suma, ekki aðra.
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Íslands? Það er bókstaflega lífsnauðsyn að koma þessu fólki frá.