Fréttir

Ríkisstjórn og Icelandair: Er verið að gera grín að okkur?

By Miðjan

August 18, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Kostulegt að hlusta hádegisfréttir RÚV. Fyrst ein um að staða Icelandair væri betri en áætlað hefði verið, að félaginu vantaði bara 23 milljarða í hlutafé, ekki 29. Svo frétt um að ríkisstjórnin hefði afgreitt ríkisábyrgð til Icelandair upp á 16 milljarða, ekki 10 eins og rætt var um í vor. Er verið að gera grín að okkur? Fréttin er að ríkið ætlar að taka 16 milljarða af 39 milljörðum, 41% af þörfinni, en ekki 26% eins og áður hafði verið kynnt. (Skrifað eftir minni klukkutíma eftir fréttirnar)