- Advertisement -

Ríkisstjórn leikur á reiðiskjálfi

- enn talar Viðreisn um krónuvandann og segist aldrei hætta að tala um evru og aðild að ESB.

Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, segir flokk sinn aldrei hætta að tala og; „…berjast fyrir stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu með almannahagsmuni, en ekki sérhagsmuni, að leiðarljósi.“

Jóna Sólveig nefnir krónuvandann, sem hún segir kosta okkur mikið, einkum stöðugleika og verri lífskjör en ella. „Þetta þýðir ekki að lífskjör séu slæm á Íslandi. Þetta þýðir að enn er verk að vinna. Og til þess erum við stjórnmálamenn kjörnir: til að gera betur. En þá þarf líka að horfast í augu við rót vandans.“

Um kKrónuvandann segir hún: „Þeir, sem neita að viðurkenna þá sífelldu óvissu sem krónan veldur íslenskum heimilum og fyrirtækjum, þurfa að hugsa sinn gang. Það felst enginn stöðugleiki í stöðugri óvissu.“

Margfaldar greiðslur

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jóna Sólveig týnir til nokkur dæmi, máli sínu til stuðnings: „Það þýðir ekki lengur að bjóða Íslendingum upp á að vita ekki hvað húsið þeirra mun kosta á endanum. Það eina sem við vitum fyrir víst er að við þurfum að borga eignina margfalt, á meðan nágrannar okkar í Evrópu borga húsnæðið sitt 1,5-2 sinnum. Hér munar milljónum króna sem fólk gæti sannarlega notað í þarfari og skemmtilegri hluti en okurvaxtagreiðslur.“

Tekst Bjarna að halda ríkisstjórninni saman?

Viðreisn boðar framhald

Þrátt fyrir að málflutningur Viðreisnar falli í afar grýttan jarðveg hjá helstu málpípum Sjálfstæðisflokksins, boðar varaformaður Viðreisnar framhald:

„Þetta er ástæðan fyrir því að við í Viðreisn höfum talað og munum halda áfram að tala hátt og skýrt fyrir raunhæfum lausnum á krónuvandanum. Við munum áfram tala fyrir myntráði – að halda krónunni en binda hana við annan gjaldmiðil – og fyrir framtíðarmöguleikum þess að taka upp evru með ESB-aðild. Viðreisn mun aldrei hætta að tala og berjast fyrir stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu með almannahagsmuni, en ekki sérhagsmuni, að leiðarljósi.“

Hversu sterkur er Bjarni?

Málflutningur formanns og nú varaformanns Viðreisnar kallar á mikil viðbrögð frá móðurflokki ríkisstjórnarinnar, Sjálfstæðisflokki. Ekkert annað en einhverskonar uppgjör er framundan. Gefur Viðreisn eftir í sókn sinni til framhaldslífs og umber Sjálfstæðisflokkurinn framgöngu Viðreisnar? Það er ólíklegt.

Þá er spurt hvort Bjarni Benediktsson sé nógu sterkur til að halda ríkisstjórninni saman. Hann hefur ekkert sýnt sem bendir til þess.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: