Ríkissjóður Íslands þarf að borga 300 milljónir króna í vexti hvern einasta dag
Aðalsteinn Leifsson, sem er í framboði fyrir Viðreisn, skrifar í Moggan dagsins. Þar er meðal annars þetta að finna:
„Eitt mikilvægasta framlag ríkisins til að ná efnahagslegum stöðugleika er að hafa jafnvægi í ríkisfjármálum. Í frumvarpi til fjáraukalaga sem nú liggur fyrir Alþingi er mesta útgjaldaaukningin vegna vaxtagjalda ríkissjóðs sem hækka úr 99 milljörðum í 114 milljarða, sem þýðir að ríkið greiðir yfir 300 milljónir í vaxtagreiðslur á degi hverjum. Það eru vextirnir, þá er höfuðstóllinn eftir. Afborganir lána eru fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Þessar fjárhæðir munu aðeins hækka því í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 58,6 milljarða króna halla á heildarafkomu ríkissjóðs árið 2025 en hann var áætlaður 41 milljarður þegar fjárlagafrumvarp var fyrst kynnt í september.“
Þetta eru vond sannindi. Hvað telur Aðalsteinn brýnasta að gera?
„Við þurfum nýja, samhenta ríkisstjórn sem setur í forgang að breyta þessu og ná jafnvægi í ríkisfjármálum.“
Það er örugglega rétt. Á ekki svo löngum tíma hafa núverandi stjórnarflokkar hent fjármálaráðuneytinu á milli sín. Þrír ráðherrar hafa setið þar á ekki svo löngum tíma.