- Advertisement -

Ríkissjóður Íslands þarf að borga 300 milljónir króna í vexti hvern einasta dag

„Við þurf­um nýja, sam­henta rík­is­stjórn sem set­ur í for­gang að breyta þessu og ná jafn­vægi í rík­is­fjár­mál­um.“

Aðalsteinn Leifsson.
Fjármálaráðherrarnir þrír: Þórdís Kolbrún, Sigurður Ingi og Bjarni Ben.

Aðalsteinn Leifsson, sem er í framboði fyrir Viðreisn, skrifar í Moggan dagsins. Þar er meðal annars þetta að finna:

„Eitt mik­il­væg­asta fram­lag rík­is­ins til að ná efna­hags­leg­um stöðug­leika er að hafa jafn­vægi í rík­is­fjár­mál­um. Í frum­varpi til fjár­auka­laga sem nú ligg­ur fyr­ir Alþingi er mesta út­gjalda­aukn­ing­in vegna vaxta­gjalda rík­is­sjóðs sem hækka úr 99 millj­örðum í 114 millj­arða, sem þýðir að ríkið greiðir yfir 300 millj­ón­ir í vaxta­greiðslur á degi hverj­um. Það eru vext­irn­ir, þá er höfuðstóll­inn eft­ir. Af­borg­an­ir lána eru fjórði stærsti út­gjaldaliður rík­is­ins. Þess­ar fjár­hæðir munu aðeins hækka því í nýju fjár­laga­frum­varpi er gert ráð fyr­ir 58,6 millj­arða króna halla á heild­araf­komu rík­is­sjóðs árið 2025 en hann var áætlaður 41 millj­arður þegar fjár­laga­frum­varp var fyrst kynnt í sept­em­ber.“

Þetta eru vond sannindi. Hvað telur Aðalsteinn brýnasta að gera?

„Við þurf­um nýja, sam­henta rík­is­stjórn sem set­ur í for­gang að breyta þessu og ná jafn­vægi í rík­is­fjár­mál­um.“

Það er örugglega rétt. Á ekki svo löngum tíma hafa núverandi stjórnarflokkar hent fjármálaráðuneytinu á milli sín. Þrír ráðherrar hafa setið þar á ekki svo löngum tíma.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: