- Advertisement -

Rík­is­ábyrgð, ígildi þess að gefa pen­inga

Það er mjög dýrt að taka ákv­arðanir í skyndi byggðar á hug­boðum eða út­reikn­ing­um á sein­ustu stundu.

Haukur Viðar Alfreðsson.

„Það að veita rík­is­ábyrgð er ígildi þess að gefa pen­inga. Í til­felli Icelandair er ríkið til­búið til að greiða allt að 90% af 120 m. USD-lánalínu ef Icelandair get­ur ekki staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar. Þessi ábyrgð þýðir að Icelandair fær núna ódýr­ari fjár­mögn­un en ella þar eð fjár­fest­ar upp­lifa Icelandair sem trygg­ari fjár­fest­ingu,“ skrifar Haukur Viðar Alfreðsson, viðskipta­fræðing­ur og doktorsnemi í hag­fræði, í Moggann í dag.

„Þetta er for­skot sem einka­fyr­ir­tæki er að fá fram yfir aðra á markaðnum en áhætta sem ríkið er að taka á móti. Er hér verið að há­marka vel­ferð al­menn­ings? Ríkið seg­ist ekki ætla að stefna að því að eign­ast hlut í fyr­ir­tæk­inu og ekki er að sjá að ríkið sé að nýta stöðu sína til fulls líkt og einkaaðili myndi gera og reyna að fá sem mest fyr­ir þær skuld­bind­ing­ar sem það er að taka á hend­ur sér. Hvers vegna?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Al­menn­ingi ekki bjóðandi að ríkið viðhafi slík vinnu­brögð.

Haukur Viðar skrifar: „Fljótt á litið virðist þessi rík­is­ábyrgð vera fyrst og fremst byggð á til­finn­ingu en ekki ígrunduðum rök­um, út­reikn­ing­um og sterk­um fyr­ir­sjá­an­leg­um stefn­um. Það virðist nokkuð aug­ljóst að fá fyr­ir­tæki verða skyndi­lega þjóðhags­lega mik­il­væg eða ómiss­andi al­veg óvænt og sann­ar­lega ekki í til­felli Icelandair. Því sæt­ir furðu að slík­um fyr­ir­tækj­um séu ekki sett­ar skorður um starf­semi sína, fyrst lík­ur eru á að þau velti hluta eig­in áhættu­töku yfir á ríkið. Þá er furðulegt að ríkið sé ekki til­búið með lista yfir slík fyr­ir­tæki, staða þeirra sé rík­inu mjög ljós og þau áhættu­met­in,“ skrifar hann og bætir við:

„Það er nefni­lega mjög dýrt að taka ákv­arðanir í skyndi byggðar á hug­boðum eða út­reikn­ing­um á sein­ustu stundu, þá sér­stak­lega þegar þær ákv­arðanir eru tald­ar í millj­örðum. Það er al­menn­ingi ekki bjóðandi að ríkið viðhafi slík vinnu­brögð og bjóði hætt­unni heim frem­ur en að hafa ör­fáa sér­fræðinga í vinnu sem væru með putt­ann á púls­in­um árið um kring. Til að fá mjög grófa út­reikn­inga má áætla að sér­fræðing­ur með grunn­laun upp á 800 þ.kr. kosti ríkið um 12 m.kr. á ári með launa­tengd­um gjöld­um. Jafn­vel teymi af fjór­um slík­um sér­fræðing­um sem myndu ekki vinna að nein­um öðrum verk­efn­um myndi kosta ríkið um 50 m.kr. á ári eða 500 m.kr. á ára­tug. Þessi eina rík­is­ábyrgð á hend­ur Icelandair get­ur kostað ríkið á ann­an tug millj­arða og það er ekki eins og þetta sé eina skiptið sem tal um rík­is­ábyrgð eða aðstoð fyr­ir einka­fyr­ir­tæki skjóti upp koll­in­um síðastliðin ár. Mun­ur­inn á þess­um töl­um er ófá Bragga­mál að stærð.“

Grein Hauks Viðars í Mogganum er nokkru lengri en sá hluti sem er birtur hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: