Ríkið tekur afstöðu gegn launamönnum
Guðmundur Gunnarsson skrifar: „Þetta stríð við ríkisstjórnir Íslands hófst fyrir alvöru í Kárahnjúkavirkjun og þar sýndu ráðherrar og um leið þingmenn mikla hörku í því að verja athafnir verktaka á Kárahnjúkasvæðinu með öllum ráðum,m.a. með því að taka reglugerðir og lög úr sambandi og virtu ábendingar trúnaðarmanna og talsmanna verkafólks að vettugi. Ísland er vegna þessarar afstöðu íslenskra stjórnmálamanna langt á eftir öðrum Norðurlöndum á þessum vettvangi. Það er ósjaldan sem talsmenn launamanna hafa árangurslaust bankað upp á í ráðuneytum. Þar hefur undantekningalaust verið tekin afstaða til varnar fyrirtækjum gegn laumönnum.“
Tekið af Facebooksíðu Guðmundar. Fyrirsögnin er Miðjunnar.