- Advertisement -

Ríkið selji hluta í Landsvirkjun

„Lands­virkj­un á sterk­an bak­hjarl í rík­inu, en það þarf jafn­framt að eiga kost á sam­keppn­is­hæf­um kjör­um á alþjóðleg­um mörkuðum. Til lengri tíma á svo að horfa til þess að skuld­bind­ing­ar þess séu án ábyrgðar . Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, á árs­fundi Lands­virkj­un­ar sem fram fór í Hörp­unni í dag. Bjarni seg­ir með fram þessu skrefi þurfi að horfa til þess að ríkið selji hluta í fyr­ir­tæk­inu og sagði hann líf­eyr­is­sjóði meðal ann­ars vera meðal væn­legra kaup­enda.

Í ræðu sinni kom Bjarni einnig inn á mögu­leika á lagn­ingu sæ­strengs, en hann sagði það vera val­kost sem ætti að vera á borðinu næstu tvo ára­tugi. Tók hann fram að margt þyrfti að skoða áður en ákvörðun um það yrði tek­in og meðal þess væri full­nægj­andi sátt um ork­u­nýt­inga­kosti, áhrif á orku­verð, hvaðan ork­an eigi að koma, til hvaða fjár­fest­inga í innviðum þurfi að koma, hvert eign­ar­hald strengs­ins væri og áhrif á fyr­ir­tæki og fram­leiðslu hér á landi til lengri tíma.

Bjarni sagði að þrátt fyr­ir tap á síðasta ári þá hefði árið í fyrra verið gott rekstr­ar­ár, þar sem lækk­andi álverð hefði haft úr­slita­áhrif. Sagði hann það sýna að eftirsóknarvert sé að fá frek­ari dreif­ingu í kaup­enda­hópi raf­orku og fá fleiri at­vinnu­grein­ar inn sem stór­not­end­ur. Sagði hann að nú þegar væru nokk­ur fyr­ir­tæki úr nýj­um grein­um á leið hingað og fleiri með það til skoðunar, en hækk­andi verð er­lend­is ýti fyr­ir­tækj­um að skoða mögu­leika á að koma hingað.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Frétt á mbl.is frá aðalfundi Landsvirkjunar 2014.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: