- Advertisement -

Ríkið lækkar laun hjúkrunarfræðinga um tugi þúsunda á mánuði

„Ég vildi óska þess að launaseðillinn minn í dag væri 1. aprílgabb! Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót!“

Þetta skrifar hjúkrunarfræðingur. Og ekki bara þetta.

„Ég var að koma heim úr frábæru og gefandi vinnunni minni á gjörgæslunni í Fossvogi, starfinu mínu sem ég elska! Vaktin var sérlega strembin í dag, ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni (eitthvað sem allir sem vinna þar gera við þessar aðstæður). Og hjúkrunarfræðingar eru samningslausir…og já og launin mín lækkuðu um 41 þúsumd krónur í dag. Það hlýtur einhver að segja bráðum við mig og samstarfsfólk mitt 1. apríl…eða ekki.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: