„Það sem var enn furðulegra í því máli var að það kom upp á borðið að þeir sem lenda í búsetuskerðingum einhverra hluta vegna eru bara 90% ríkisborgarar. Þeir fá 90% af lágmarksellilífeyri. Það merkilegasta við þetta allt saman er að til þess að koma 90%-reglunni á þurfti að breyta kerfi Tryggingastofnunar. Það þurfti hreinlega að búa til kerfi. Og hvað kostaði það? Jú, í meðferð málsins kom fram að það hafi kostað í kringum 40–50 milljónir að búa til þetta kerfi,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, flokki fólksins, á Alþingi.
„Það kom líka fram í meðferð málsins að það hefði sennilega verið helmingi ódýrara, að ríkið hefði geta sparað helminginn af þessum 40–50 milljónum, að einfaldlega leyfa þessu fólki að fá 100% réttindi eins og því ber, að mismuna ekki. En nei, núverandi ríkisstjórn var miklu meira til í að borga extra, jafnvel á þriðja tug milljóna eða meira, bara til að geta tekið upp krónu á móti krónu skerðingu aftur.“
„Það er alveg með ólíkindum að áratugum saman skuli hafa verið brotið á þessum réttindum örorkulífeyrisþega og ellilífeyrisþega,“ sagði Guðmundur Ingi.