- Advertisement -

Ríkið kaupir ráðgjöf fyrir tíu milljarða á ári

Björn Leví Gunnarsson skrifar:

Eftir smá samantekt frá Indriða Inga Stefánssyni og samantekt sem ég gerði til þess að bera saman heildartölur ára og tegunda ráðgjafarþjónustu þá er niðurstaðan þessi.

Á verðlagi ársins 2019 þá keypti ríkið ráðgjafarþjónustu upp á 99,6 milljarða kr. á 10 árum. sem eru 9,96 milljarða kr. á ári á árunum 2008 – 2017.

Miðað við laun sérfræðinga (~12 miljónir á ári í laun og launakostnað) þá eru þetta um 830 ársverk sem eru keypt í ráðgjafarþjónustu á ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viðskipta- og hagfræðingar, lögg. endurskoðendur og rekstrarráðgjafar: 397 milljónir á ári að meðaltali

Lögfræðingar: 1,8 milljarðar á ári að meðaltali

Verkfræðingar, tæknifræðingar og arkitektar: 1,68 milljarðar

Náttúru-, eðlis- og efnafræðingar: 416 milljónir

Önnur sérfræðiþjónusta: 2,85 milljarðar

Hugbúnaðargerð: 2,76 milljarðar

Ráðningarþjónustan: 38 milljónir

Ætli ársverkin sem eru keypt í svona ráðgjafarþjónustu séu jafnmörg og ársverkin sem fengjust við að hafa fleira fólk í vinnu hjá hinu opinbera við að sinna þessum verkum?

Það er nefnilega þannig að íslensk stjórnsýsla er ekkert rosalega sterk. Það eru ótrúlega fáar hendur að vinna ótrúlega mikið verk. Ég held að það séu stórar spurningar sem hægt er að spyrja hérna um hagkvæmni þess að kaupa sérfræðiþjónustu á móti því að ráða sérfræðiþjónustu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: