- Advertisement -

Ríkið hefur seilst of mikið í sparisjóðsbækur aldraðra

Lög sem heimila skattinum að skoða bankabækur landsmanna.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Það er ekki nóg með, að ríkið skammti eldri borgurum, allt of lágan lífeyri heldur er ríkið stöðugt að skerða þennan lága lífeyri. Um áramótin 2008/2009 tóku gildi ný lög, sem heimiluðu ríkisskattstjóra að skoða bankabækur landsmanna: Þar með var greið leið fyrir ríkisskattstjóra að skattleggja vexti og aðrar fjármagnstekjur landsmanna og fyrir Tryggingastofnun að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum, ef þeir áttu nokkrar krónur í banka, sem þeir höfðu sparað á langri ævi. Þetta var í stjórnartíð Geirs H. Haarde sem þá var forsætisráðherra.

Ég hef oft gagnrýnt þessarar skerðingar TR vegna vaxtatekna eldri borgara. Í fyrsta lagi tel ég, að eldri borgarar ættu að hafa í friði í banka dágóða upphæð af sparifé, sem þeir hefðu lagt fyrir á langri ævi en í öðru lagi tel ég, að ef eldri borgarar minnka við sig húsnæði á efri árum og leggja einhverja upphæð í banka sem mismun á söluverði stórrar og lítillar íbúðar eigi ríkið ekki að setja krumluna í þessa aura um leið.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þeir voru í aðalhlutverkunum. Geir sem forsætisráðherra og Árni sem fjármálaráðherra.

Fjármagnstekjur eru sameign hjóna/sambúðarfólks og hefur því helmingur þeirra áhrif á útreikning hjá hvoru fyrir sig.

Ekki má hafa nema 25.000 kr fjármagnstekjur á mánuði án þess að að hafi áhrif á útreikning lífeyris. Margir hafa velt fyrir sér hvaða ríkisstjórn opnaði sparisjóðsbækurnar. Það liggur fyrir. Það var ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Árni Mathiesen var þá fjármálaráðherra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: