- Advertisement -

Ríkið hætti að gera sjúkdóma að féþúfu

Gunnar Smári skrifar:

Áfengisgjald er áætlað á þessu ári um 20,3 milljarðar króna. Rannsóknir benda til að um 80% af áfengisneyslunni sé neysla áfengissjúklinga og skaðleg ofneysla. Hófdrykkja stendur undir litlum hluta neyslunnar, stendur í raun ekki undir rekstri vínbúða.

Því má áætla að rúmir 16 milljarðar af áfengisgjaldinu séu greiddir af áfengissjúklingum og fólki í skaðlegri ofneyslu.

Framlög ríkissjóðs til heilbrigðisþjónustu þessara hópar eru hins vegar aðeins brot af þessu, langt innan við 10%.

Um leið og fólk ræðir um afglæpavæðingu vímuefna mætti ræða um affjáröflunarvæðingu vímunnar, að ríkið hætti að gera sjúkdóma fólks að féþúfu. Það er lágmark að 80% af áfengisgjaldinu fari í meðferð við áfengis- og vímuefnasýki, félagslega aðstoð við hópinn, en fáir sjúkdómar skaða fjárhags- og félagslega stöðu fólk eins mikið og áfengis- og vímuefnasýki, og aðstoð við börn áfengis- og vímuefnasjúklinga og börn af heimilum þar sem ofneysla er mikil, en fáir sjúkdómar leggjast jafn þungt á börn og aðra aðstandendur fólks sem glímir við áfengis og vímuefnasýki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: