- Advertisement -

Ríkið borgi sveitarfélögunum

Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki  vill aðReykjavíkurborg samþykki að  krefja ríkisvaldið um fjárframlag til að mæta aukinni þjónustu vegna COVID-19 og fyrirsjáanlegs tekjufalls af sömu ástæðum.

„Ríkisvaldið hefur seðlaprentunarvald en sveitarfélögin ekki. Stór hluti aukinnar þjónustu við almenning, börn, fatlað fólk, eldri borgara og viðkvæma hópa, er á verksviði sveitarfélaganna. Með því að skilja sveitarfélögin út undan á sama tíma og fyrirtækjum er veitt ríkuleg aðstoð, horfir ríkisvaldið fram hjá mikilvægi sveitarfélaganna, ekki síst á tímum þar sem mestu skiptir að vernda einstaklinga, fjölskyldur og samfélag. Hér með samþykkir Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélagið, að vera leiðandi í því að krefja ríkið um aukið fjármagn til að sinna þjónustu á vegum sveitarfélaganna á tímum kórónaveirunnar,“ segir í tillögu Sönnu. 

Í greinargerðinni segir „Sveitarfélögin sinna gríðarlegri mikilvægri þjónustu í nærsamfélaginu líkt og skólaþjónustu, þjónustu við eldri borgara, fatlað fólk, börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Kórónaveiran hefur víðtækar afleiðingar þar sem hún leggur mikið álag á þá þjónustu sem fyrir er og kallar á aukna þjónustu vegna einangrunar fólks, tekjumissis, kvíða og annarra fylgifiska ástandsins. Það er því mikilvægt að sveitarfélögin fái aukið fjármagn frá ríkinu til að sinna þjónustu sem er á vegum þeirra. Viðbragð hins opinbera gagnvart faraldrinum og efnahagslegum afleiðingum hans á ekki síst að vera innan nærsamfélagsins og þar með á vettvangi sveitarfélaganna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: