Greinar

Ríkið borgar launin – eigendurnir halda sínu

By Gunnar Smári Egilsson

March 17, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Frakkar undirbúa sig að þjóðnýta mikilvæg fyrirtæki. Auðvitað er það hreinlegast, ef ríkið ætlar hvort sem er að borga allan kostnað. Það má heyra af Bjarna Benediktssyni að hér sé planið að ríkið borgi launin, en samt sé launafólkið enn undir eigendum fyrirtækjanna (sem þó hafa ekkert bolmagn til að halda þeim). Staðan er auðvitað sú að eign hinna svokölluðu eigenda er að engu orðin, fáránlegt að byggja upp björgunaraðgerðir sem snúast um að láta sem þessi eign sé enn til.