- Advertisement -

Ríkið borgar ekki – Karitas hættir

Víst er að þessi niðurstaða mun kosta ríkið mikið. Veikasta fólkið kemur fyrr á sjúkrahúsin og greinilegt er að verið er að halda í aurinn en kasta krónunni.

 

Ríkið neitar að borga Karitas fyrir annað en vitjanir. Þess vegna hefur forráðafólk Karitasar ákveðið að félagið hætti starfsemi í sumarlok.

„Ka­ritas sinn­ir fólki með lang­vinna eða líf­sógn­andi sjúk­dóma á höfuðborg­ar­svæðinu og býður upp á sól­ar­hringsþjón­ustu í heima­hús­um sem ger­ir mikið veiku fólki kleift að vera heima. Ka­ritas hef­ur starfað skv. samn­ingi við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands frá ár­inu 1994, sem hef­ur lítið breyst frá upp­hafi, þrátt fyr­ir ít­rekaðar ósk­ir um end­ur­skoðun hans,“segir í frétt Morgunblaðsins um þetta óþægilega mál.

Óskað hefur verið eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur vegna þessa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í Morgunblaðinu segir  Valgerður Hjartardóttir, sem er hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur hjá Karitas: „Við fáum ein­ung­is greitt fyr­ir vitj­an­ir sam­kvæmt samn­ingn­um, en ekki fyr­ir bakvakt­ir eða aðra þjón­ustu sem við veit­um.“

Núverandi ríkisstjórn virðist einstaklega fjandsöm félagsskap einsog Karitas. Sjúkraflutningar verða teknir af Rauða krossinum, sem hefur sinnt þeim í áratugi með mesta sóma.

Best að vitna aftur í frétt Morgunblaðsins: „Ka­ritas sinn­ir ár­lega 200 til 300 ein­stak­ling­um ásamt aðstand­end­um og er í nánu sam­starfi við Land­spít­al­ann og sér­fræðinga í heil­brigðis- og vel­ferðar­kerf­inu. Bakvakt­ar­hluti þjón­ust­unn­ar hafi þyngst mikið því vax­andi þörf sé fyr­ir sam­skipti og stuðning í gegn­um síma og tölv­ur með breyttu sam­fé­lagi. Samn­ing­ur­inn sé barn síns tíma, áhersl­ur í þjón­ust­unni séu breytt­ar og ekki hafi verið brugðist við því með end­ur­skoðun hans. Ka­ritas geti því ekki leng­ur boðið hjúkr­un­ar­fræðing­um sín­um sam­keppn­is­hæf starfs­skil­yrði og kjör.“

Víst er að þessi niðurstaða mun kosta ríkið mikið. Veikasta fólkið kemur fyrr á sjúkrahúsin og greinilegt er að verið er að halda í aurinn en kasta krónunni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: