- Advertisement -

Ríkið borgar 2,6 milljarða í sóknargjöld

„Ríkið greiðir trúar- og lífsskoðunarfélögum 2,6 milljarða króna í sóknargjöld á þessu ári,“ skrifar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.

„Meðan sóknargjaldakerfið er við lýði, þá skiptir máli að eftirlit með þessum háu upphæðum úr sameiginlegum sjóðum okkar sé í föstum skorðum. Fréttir af trúfélaginu Zuism, og þeirri óvissu sem hefur ríkt um fjárreiður þess, urðu til þess að ég lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stöðu þessara mála.“

Svo segir: „Svar ráðherra var að berast og þar kemur fram að hún telji ástæðu til að endurskoða lögin, m.a. til að draga úr hættu á að trúar- og lífsskoðunarfélög séu misnotuð vegna veikleika í umgjörð þeirra.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: