- Advertisement -

Á ríkið að borga kosningabaráttu þingmanna?

Björn Leví við ráðherrabíl Bjarna Ben fyrir utan fundarstað þegar Bjarni var í kosningabaráttu. Mynd: DV.

Björn Leví gefst ekki upp og heldur áfram að gera það sem hann getur til að upplýsa  um  hvernig þingmenn hafa nýtt sér sjóði Alþingis til að borga eigin kosningabaráttu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa fremst allra í tilraun til að stöðva Björn Leví í viðleitni hans. Björn Leví nýtir sér Moggann, sem svo oft áður, og skrifar í blað dagsins.

„Er eðli­legt að Alþingi borgi fyr­ir kostnað þing­manna vegna kosn­inga­bar­áttu? Ég tel að svarið við þeirri spurn­ingu sé þvert nei, og ástæðurn­ar fyr­ir því eru fjöl­marg­ar. Til dæm­is er aðstöðumun­ur á milli þing­manna og annarra fram­bjóðenda, þar sem þing­menn geta ákveðið að greiða sjálf­um sér slík­ar greiðslur. Aðrir fram­bjóðend­ur þurfa að greiða fram­boðskostnað úr eig­in vasa. Eng­inn vafi er á því að þing­menn hafa fengið ferðakostnað vegna kosn­inga­bar­áttu end­ur­greidd­an. Til eru sönn­un­ar­gögn um það, til dæm­is mynd­ir af ráðherra­bíl­um á kosn­inga­fundi og játn­ing í sjón­varps­viðtali.“

Björn Leví bendir á sérstöðu þingmanna og aðgengi þeirra að sjóðum þingsins: „Fyr­ir ligg­ur að greiðslur til þing­manna hafa ekki verið rann­sakaðar; þar var treyst á heiðarleika þing­manna að greina satt og rétt frá. Þegar það kem­ur upp að eitt­hvað virðist hafa brugðist með heiðarleik­ann verður ein­fald­lega að fara yfir all­ar end­ur­greiðslu­kröf­urn­ar, eins og átti hvort eð er að gera jafnóðum, og ganga úr skugga um hvað er rétt og hvað er rangt. Til­efnið ligg­ur fyr­ir. Ekki bara vegna þess hversu mik­ill pen­ing­ur þetta er held­ur líka að kostnaður eykst í kring­um kosn­ing­ar og fyr­ir ligg­ur játn­ing þing­manns um að hafa þegið end­ur­greiðslu vegna kosn­inga­bar­áttu. Í játn­ing­unni ligg­ur fyr­ir að viðkom­andi þingmaður taldi sig vera að fara eft­ir ein­hverj­um regl­um. Þær regl­ur finn­ast hins veg­ar hvergi. Því má telja lík­legt að fleiri þing­menn hafi einnig verið að fara eft­ir þeim sérregl­um.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: