- Advertisement -

Ríka fólkið sleppur við 21 milljarð

Sveitafélögin verða af verulegum peningum þar sem þau fá ekkert af fjármagnstekjum, leið sem þeir ríkustu nýta sér.

Gunnar Smári Egilsson.

Fréttaskýring: Fjármagnstekjur bera ekki útsvar og sveitarfélögin verða af gríðarlegu tekjum vegna þess, einkum af tekjum hinna allra ríkustu en stærsti hluti fjármagnstekna kemur í þeirra hlut. Hin ríkustu borga því mörg ekkert til síns sveitarfélags, aðeins fjármagnstekjuskatt til ríkisins sem er lægri en tekjuskattur af launum. Miðað við upplýsingar úr skattframtölum og útsvarsprósentu sveitarfélaganna má ætla að tap sveitarfélaganna á árinu 2017 hafi verið um 21,4 milljarðar króna vegna þessa skattleysis fjármagnstekna. Það tap skiptist svona milli sveitarfélaga miðað við útsvarsprósentu þeirra í dag:

Reykjavík 7.539 m.kr.
Kópavogur 2.355 m.kr.
Garðabær 1.917 m.kr.
Hafnarfjörður 1,564 m.kr.
Grundarfjarðarbær 932 m.kr.
Akureyri 899 m.kr.
Mosfellsbær 647 m.kr.
Seltjarnarnes 609 m.kr.
Reykjanesbær 479 m.kr.
Sveitarfélagið Hornafjörður 471 m.kr.
Vestmannaeyjar 410 m.kr.
Sveitarfélagið Árborg 317 m.kr.
Akranes 256 m.kr.
Grindavíkurbær 245 m.kr.
Dalabyggð 208 m.kr.
Sveitarfélagið Skagafjörður 160 m.kr.
Bolungarvík 147 m.kr.
Fjarðabyggð 145 m.kr.
Borgarbyggð 139 m.kr.
Ísafjarðarbær 123 m.kr.
Norðurþing 113 m.kr.
Bláskógabyggð 108 m.kr.
Fljótsdalshérað 106 m.kr.
Mýrdalshreppur 86 m.kr.
Hveragerði 84 m.kr.
Rangárþing ytra 78 m.kr.
Fjallabyggð 72 m.kr.
Snæfellsbær 70 m.kr.
Rangárþing eystra 68 m.kr.
Sveitarfélagið Ölfus 66 m.kr.
Dalvíkurbyggð 65 m.kr.
Sveitarfélagið Garður 62 m.kr.
Húnaþing vestra 61 m.kr.
Stykkishólmur 53 m.kr.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur 50 m.kr.
Skaftárhreppur 44 m.kr.
Eyjafjarðarsveit 40 m.kr.
Flóahreppur 38 m.kr.
Hrunamannahreppur 37 m.kr.
Hvalfjarðarsveit 37 m.kr.
Þingeyjarsveit 35 m.kr.
Svalbarðsstrandarhreppur 29 m.kr.
Húnavatnshreppur 27 m.kr.
Sandgerði 27 m.kr.
Langanesbyggð 26 m.kr.
Borgarfjarðarhreppur 26 m.kr.
Vesturbyggð 26 m.kr.
Skútustaðahreppur 24 m.kr.
Eyja- og Miklaholtshreppur 23 m.kr.
Kjósarhreppur 22 m.kr.
Vopnafjarðarhreppur 22 m.kr.
Grímsnes- og Grafningshreppur 22 m.kr.
Sveitarfélagið Vogar 21 m.kr.
Seyðisfjörður 20 m.kr.
Grýtubakkahreppur 19 m.kr.
Blönduóssbær 18 m.kr.
Hörgársveit 17 m.kr.
Strandabyggð 15 m.kr.
Ásahreppur 15 m.kr.
Reykhólahreppur 14 m.kr.
Djúpavogshreppur 10 m.kr.
Sveitarfélagið Skagaströnd 10 m.kr.
Svalbarðshreppur 8 m.kr.
Súðavíkurhreppur 7 m.kr.
Skagabyggð 5 m.kr.
Árneshreppur 4 m.kr.
Breiðdalshreppur 4 m.kr.
Helgafellssveit 4 m.kr.
Akrahreppur 4 m.kr.
Tálknafjarðarhreppur 4 m.kr.
Skorradalshreppur 3 m.kr.
Kaldrananeshreppur 3 m.kr.
Tjörneshreppur 3 m.kr.
Fljótsdalshreppur 2 m.kr.

-gse

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: