- Advertisement -

Ríka fólkið kom, sá og sigraði

Mér er ekki ljóst hvað er framundan hjá eldri borgurum en forvitnilegt verður að vita hvernig ný stjórn og formaður taka á málunum.

Haukur Arnþórsson skrifar:

Ég þakka öllum þeim sem studdu mig til formanns og stjórnarmanns í FEB á aðalfundinum 16. júní sl.. Það var leiðinlegt að vinna ekki formannsslaginn (komst þó í stjórn) – en ríka fólkið kom, sá og sigraði (kannski meira um þá yfirtöku síðar) – og spurning hvaða áhrif það hefur á baráttu félagsins fyrir hagsmunamálum eldri borgara næstu tvö árin.

Barátta Gráa hersins fyrir niðurfellingu skerðinga hefur tvo neikvæða þætti sem eru: 1. Málið tekur mörg ár og getur tafið aðra baráttu á meðan (verið alibí) og 2. málið mun tapast. Útilokað er að ríkið hafi skyldur til að greiða þeim sem eru með yfir 580 þús. kr. á mánuði lífeyri. Það er að mínu mati bæði hægt og í rauninni nauðsynlegt að berjast fyrir nýju almannatryggingakerfi með öðrum hætti.

Stundum finnst manni allur þessi málatilbúnaður Gráa hersins bara til þess gerður að hindra raunverulega baráttu fyrir réttmætum málum og til að ná árangri. Að svo miklu leyti sem málið snertir láglaunafólk og er að því leyti réttmætt – það myndi aflétta óhóflegum skerðingum á þá sem hafa litlar lífeyrissjóðstekjur – þá er eðlilegra að rétta hlut þeirra með hækkuðu frítekjumarki í núverandi kerfi.

Mér er ekki ljóst hvað er framundan hjá eldri borgurum en forvitnilegt verður að vita hvernig ný stjórn og formaður taka á málunum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: