- Advertisement -

Rigndi upp í nefið á ráðamönnum

Menn voru hins vegar að stæra sig af góðu veðri í svikalogni.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að ræða við Washington Post um hvað aðrar þjóðir geta lært af Íslendingum vegna viðbragða hér á landi við Covid-19 faraldrinum. Mér finnst einhvern veginn, að við Íslendingar ættum að sýna hógværð, þegar kemur að getu okkar til að breiða út þekkingu í þessum efnum. Það rigndi talsvert upp í nefið á ráðamönnum í vor, sem var svo sem ekki alveg óskiljanlegt. Menn voru hins vegar að stæra sig af góðu veðri í svikalogni.

Höfum svo í huga að lærdómurinn kemur almennt í logninu á EFTIR storminum, en ekki meðan stormurinn geisar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef hins vegar marka má tölur frá umheiminum, þá get ég nefnt nokkur lönd sem virðast hafa náð ótrúlegum árangri (eða eru í afneitun):

  • Salomon eyjar, 3 smit, 690.000 íbúar
  • Laos, 23 smit, 7,3 milljónir íbúa-
  • Kambodía, 283 smit, 16,8 milljónir íbúa
  • Tansanía, 509 smit, 60,2 milljónir íbúa-
  • Víetnam, 1.134 smit, 97,6 milljónir íbúa.

Greinin birtist á Facebooksíðu Marinós.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: