Rífur upp gamla óvináttu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur, formaður Viðreisnar og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Davíð Oddsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins og þá Seðlabankastjóra af hörku. Og hafði tilefni til, að mati flestra. Davíð brást illa við og milli þeirra hefur ekki verið kærleikar síðan.
Þorgerður Katrín skrifar í Mogga dagsins.
„Nú gerist það svo að Morgunblaðið heldur inn á þessar sömu slóðir með því að grafa undan alþjóðastofnunum og setja sig í stellingar sem klappstýra stjórnmálaleiðtoga á borð við Orbán og Trump. Í blaðinu er nú hæðst að utanríkisráðherra fyrir að standa vörð um vestræn gildi í félagi við utanríkisráðherra Norðurlandaþjóðanna. Morgunblaðið segir þeim að sitja hjá þegar vegið er að lýðræði í álfunni. Þetta eru kaldar kveðjur úr Hádegismóum, frá dagblaði sem eitt sinn var kjölfesta í íslenskum utanríkismálum og lykilstoð í umræðu um frelsi, mannréttindi, lýðræði og vestræna samvinnu.“
Hverjar eru slóðirnar:
„Birtingarmyndir þessarar tækifærismennsku eru nokkrar. Allt frá því að vera nokkuð áhrifalitlir sjálfskipaðir sérfræðingar í sínum heimalöndum, fjölmiðlar sem miðla falsfréttum í pólitískum tilgangi yfir í áhrifamikla þjóðarleiðtoga sem hafa nýtt viðkvæma stöðu heimsbyggðarinnar til að traðka á þeim lýðræðislegu gildum sem opin vestræn samfélög hafa byggt á. Slíkra tilburða til valdboðsstjórnmála verður nú vart meðal annars í Ungverjalandi, Serbíu, Svartfjallalandi og Póllandi þar sem forsetar hafa boðið lýðræðinu birginn, kannski í skjóli þess að stórveldin tvö, Bandaríkin og Rússland, hafa fetað sig inn á þessa slóð nokkuð átölulaust,“ skrifar Þorgerður Katrín.
„Í blaðinu er nú hæðst að utanríkisráðherra fyrir að standa vörð um vestræn gildi í félagi við utanríkisráðherra Norðurlandaþjóðanna. Morgunblaðið segir þeim að sitja hjá þegar vegið er að lýðræði í álfunni. Þetta eru kaldar kveðjur úr Hádegismóum, frá dagblaði sem eitt sinn var kjölfesta í íslenskum utanríkismálum og lykilstoð í umræðu um frelsi, mannréttindi, lýðræði og vestræna samvinnu,“ skrifar formaður Viðreisnar.
-sme