- Advertisement -

Reynsluleysi og „forréttindablinda“

Það er ekki mögulegt að plata alla alltaf.

Ragnar Önundarson skrifar:

„Forréttindablinda“ er gagnlegt hugtak. Þegar fólk með litla lífs- og starfsreynslu þiggur vegsemd eða verðmæti án þess að sjá hvernig aðrir sjá þetta er um forréttindablindu að ræða.

Þórdís K. R. Gylfadóttir þáði að vera tekin fram fyrir reynsluboltann sem ávann sér fyrsta sæti lista flokks hennar á Vesturlandi og að vera gerð að ráðherra, var um slíka blindu að ræða. Það var ekki farsælt upphaf að pólitískum ferli og nærði etv. með henni ranghugmyndir um sjálfa sig, ofmat. Kjánalega myndin af henni og ljóshærðu vinkonunum sjö framkallar viðeigandi hroll.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kjósendur sjá í gegnum slíkt.

Áslaug A. Sigurbjörnsdóttir var komin inn á þing áður en hún útskrifaðist. Fljótlega þáði hún að vera gerð að ráðherra, tekin fram fyrir nokkra reynslubolta. Frami hennar og fjölmiðlaljósið hafa blindað hana svo hún nær ekki að sjá sjálfa sig eins og kjósendur sjá hana. Að þiggja greiða eins og þyrluflug úr hendi undirmanns sýnir skort á lífsreynslu. Hún fékk reynslubolta sér til aðstoðar í ráðuneytinu og bætti þar með upp skortinn á starfsreynslu, en lífsreynsluna þarf hún að öðlast á sama hátt og aðrir, með því að reka sig á.

Formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að átta sig á að yfirborðs- eða sýndarmennska getur ekki leyst alvöru pólitík af hólmi. Stundum er unnt að plata alla um tíma, það er hægt að plata suma alltaf, en það er ekki mögulegt að plata alla alltaf. Kjósendur sjá í gegnum slíkt.

Lífs- og starfsreynsla er ómissandi. Þeir sem þrá að standa i sviðsljósinu án reynslu munu reka sig á í sviðsljósinu. Það er ekki gaman.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: