- Advertisement -

Reynslulausir ráðherrar

Styrmir Gunnarsson skrifar að venju í Moggga morgundagsins. Styrmir hefur áhyggjur af stöðunni á vinnumarkaði.

„Verka­lýðshreyf­ing­in mun setja fram kröf­ur, sem taka mið af úr­sk­urðum kjararáðs um launa­hækk­an­ir æðstu emb­ætt­is­manna, þing­manna og ráðherra fyr­ir tveim­ur árum og stjórna ein­stakra rík­is­fyr­ir­tækja og stofn­ana um launa­hækk­an­ir æðstu stjórn­enda þeirra svo og af launa­hækk­un­um æðstu stjórn­enda stórra einka­fyr­ir­tækja,“ skrifar hann.

Styrmir heldur áfram: „Hún mun fylgja þess­um kröf­um fram með víðtæk­um verk­fallsaðgerðum, senni­lega ekki alls­herj­ar­verk­föll­um held­ur skæru­verk­föll­um, sem stöðva alla starf­semi Kefla­vík­ur­flug­vall­ar í ein­hverja daga, stöðva upp­skip­un á út­flutn­ingsaf­urðum og lama þannig kjarn­a­starf­semi í at­vinnu­líf­inu og með öðrum áþekk­um hætti. Eft­ir nokk­urra mánaða átök af þessu tagi, sem munu valda gíf­ur­legu upp­námi í sam­fé­lag­inu verða viðsemj­end­ur verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar knún­ir til samn­inga, sem koma verðbólg­unni á enn meira flug og valda því að lána­skuld­bind­ing­ar fjöl­skyldna og fyr­ir­tækja verða óbæri­leg­ar.“

Styrmir lítur til baka í grein sinni: „Það sér það hver maður að það er ekk­ert vit í að stefna sam­fé­lag­inu út í svona átök. Þau munu jafn­ast á við það, þegar verk­falls­verðir á sjötta ára­tug síðustu ald­ar tóku sér stöðu í Ártúns­brekk­um, stöðvuðu flutn­inga­bíla og helltu niður mjólk úr mjólk­ur­brús­um.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að lokum metur Styrmir stöðu núverandi ríkisstjórna og hvort hún geti tekist á við komandi verkefn: „Það er auðvitað hugs­an­legt að kyn­slóðin, sem nú stjórn­ar land­inu geti ekki skilið þessa stöðu, af því að hún hafi ekki upp­lifað hana af eig­in raun. Sú kyn­slóð var ým­ist að ljúka stúd­ents­prófi, þegar þjóðarsátt­ar­samn­ing­arn­ir voru gerðir eða var með hug­ann við annað á enn yngri stig­um skóla­kerf­is­ins.

En hún get­ur þó gert eitt: Hún get­ur kynnt sér þessa sögu og um leið og hún ger­ir það hlýt­ur hún að átta sig á því að leiðin til þess að koma í veg fyr­ir þau ósköp, sem geta verið framund­an er ekki að senda verka­lýðshreyf­ing­unni tón­inn úr stjórn­ar­ráðinu.“

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: