Dómgreindarskortur ráðherranna tveggja, Þórdísar Kolbrúnar og Áslaugar Örnu, reynir á samtryggingu stjórnmálanna. Margrét Tryggvadóttir, varaþingmaður Samfylkingar og fyrrverandi þingmaður, hefur lýst yfir stuðningi við Áslaugu Örnu vegna þyrluferðarinnar. Margrét upplýsti að hún hafi sjálf þegið þannig trakteringar.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir VG hefur hins vegar gagnrýnt framferði Áslaugar Örnu. Eftir lauslega leit á netinu er ekki að sjá að aðrir þingmenn hafi neitt út á þetta að setja. Standa saman.