Fjölmiðlar „…og að með nýrri stjórn og yfirstjórnendum verði haldið áfram á sömu braut,“ segir meðal annars í tilkynningu Lilju Skaftadóttur, sem lengi vel átti drjúgan hluta í DV, en hefur nú selt hlut sinn.
„Að baki ákvörðunar minnar er persónulegur harmleikur sem er blaðinu með öllu óviðkomandi. Ég óska þeim sem keyptu minn hlut alls hins besta og vil trúa því að þeirra markmið sé að halda áfram að reka óháðan og gagnrýninn fjölmiðil og að með nýrri stjórn og yfirstjórnendum verði haldið áfram á sömu braut. Ég vil trúa því að samfélagið í heild eigi eftir að njóta góðs af og styðja blaðið áfram,“ segir Lilja ennfremur.
Af þessu virðist ljóst að skipt verður um yfirstjórnendur, þar gegna feðgarnir Reynir Traustason ritstjóri og Jón Trausti Reynisson lykihluverkum.
Vandséð er hverjir geta tekið við ef halda á áfram á þeirri braut sem DV er á og þeir hafa sannanlega mótað.